Jólasveinarnir greinilega engar kuldaskræfur

Nokkrir jólasveinar léku sér á róðrarbrettum á Pollinum á Akureyri í gær, þrátt fyrir nístandi kulda.

Akureyri.net greinir frá því að töluverður fjöldi fólks mætti á staðinn.

Norðlenski miðillinn, sem birti fleiri myndir af gjörningnum, bendir einnig á að sveinarnir hafi greinilega stolist snemma til byggða, þar sem samkvæmt hefð á fyrsti fyrsti jólasveinninn ekki að mæta fyrr en aðfararnótt 12. desember.

Sveinarnir stálust snemma til byggða.
Sveinarnir stálust snemma til byggða. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert