Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ölvaðan mann sem ók bifreið sinni inn í garð og á tré í hverfi 108.
Í dagbók lögreglu kemur fram að enginn slys urðu á fólki og var bifreiðin flutt á brott með kranabíl. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglunni barst þó nokkrar tilkynningar um líkamsárásir og einstaklinga í annarlegu ástandi. Alls voru 90 mál skráð frá klukkan 17 til klukkan 5 í nótt og gistu alls tíu manns fangaklefa um fimmleytið.