Samstöðufundur með Palestínu á Akureyri

Á þriðja hundruð manns komu saman á Akureyri til að …
Á þriðja hundruð manns komu saman á Akureyri til að sýna samstöðu með Palestínumönnum í kvöld. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á þriðja hundrað manns komu saman á Ráðhústorginu á Akureyri í dag til að sýna samstöðu með Palestínu.

Ragnar Sverrisson, einn skipuleggjanda viðburðarins, segir mætinguna hafa verið frábæra enda snerti málefnið marga.

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tók lagið á fundinum og mynduðu tendruð …
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tók lagið á fundinum og mynduðu tendruð kerti friðarmerki. mbl.is/Þorgeir Baldursson

20.000 drepnir „Það er öll Akureyri“

Svavar Knútur tók lagið fyrir viðstadda í upphafi og í lok fundarins og voru kerti tendruð á torginu sem mynduðu friðartákn. 

Var yfirlýsing fundarins lesin upp af Ingu Völu Gísladóttur og var síðan einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem látist hafa í átökunum. 

„Á aðeins 60 dögum, hafa 20 þúsund manns verið drepin, meira en 8 þúsund af þeim voru börn,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ég bið ykkur að taka augnablik til að gera ykkur í hugarlund hversu margir 20 þúsund eru. Það er öll Akureyri.„

Að sögn Ragnars voru síðan tvö ljóð lesin upphátt fyrir viðstadda: Slysaskot í Palestínu eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk og Ef ég verð að deyja eftir Refaat Alareer, sem að Bragi Páll Sigurðarson íslenskaði á dögunum í kjölfar andláts Alareer.

Slysaskot í Palestínu eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk og Ef …
Slysaskot í Palestínu eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk og Ef ég verð að deyja eftir Refaat Alareer voru lesin upphátt fyrir viðstadda. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Frá samstöðufundinum fyrr í kvöld.
Frá samstöðufundinum fyrr í kvöld. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert