Sérstakur „áhugi“ ráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps tók til umræðu nýja umsögn innviðaráðuneytisins sem fjallar …
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps tók til umræðu nýja umsögn innviðaráðuneytisins sem fjallar um kosti fyrir hreppinn að sameinast öðrum sveitarfélögum. mbl.is/Þórður

Sveitastjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir „sérstökum áhuga“ innviðaráðuyneytisins á kynlífi sveitunga. Stjórnin sendi umsögn ráðuneytisins um lögbundna starfsemi í hreppnum til meðferðar í þorrablótsnefnd.

Sveitarstjórnin tók til umræðu nýja umsögn innviðaráðuneytisins sem fjallar um kosti þess að hreppurinn sameinist öðrum sveitarfélögum. Niðurstaða sveitarstjórnarinnar var að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefnd. Austurfrétt greindi fyrst frá.

Í tilkynningu á vef innviðaráðuneytisins frá því í nóvember, þar sem ljósi er varpað á veikleika tíu fámennustu sveitarfélaga landsins, segir að íbúasamsetning sjö sveitarfélaga af tíu „er ekki talin tryggja náttúrulega fjölgun innan viðkomandi sveitarfélaga“. 

Þá segir í bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps að ekkert í sveitarstjórnarlögum fjalli um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á náttúrulegan hátt.

„Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga,“ segir sveitarstjórnin, sem kveðst gleðjast yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert