Úkraínumenn á Íslandi stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Úkraína þakkar Íslandi í dag.
Viðurburðurinn var haldinn í Kolaportinu og var tilefni hans að þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem þeir sýndu Úkraínumönnum sem flúðu heimaland sitt eftir að Rússar réðust inn í land þeirra í fyrra.
Úkraínskir listamenn sýndu handverk sín og buðu upp á vinnustofur. Þá var einnig boðið upp á á úkraínska matargerð.