Tjónið gæti numið allt að 10 milljörðum

Starfsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa unnið alla helgina að …
Starfsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa unnið alla helgina að meta ástandið í Grindavík. Samsett mynd

Unnið hef­ur verið að því um helg­ina að meta tjón á fast­eign­um í Grinda­vík og til­lög­ur um grein­ing­ar­vinnu hafa verið send­ar fjár­málaráðuneyt­inu. For­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands hef­ur sagt tjónið geta numið allt að 10 millj­örðum króna. 

„Við áætl­um núna að tjónið sé á bil­inu 6-8 millj­arðar en við telj­um afar lík­legt að það verði und­ir 10 millj­örðum, þrátt fyr­ir að það myndi koma eitt­hvað óvænt sem við eig­um ekki von á núna.“

Þetta seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, í sam­tali við mbl.is er hún var spurð um um­fang tjóns­ins í Grinda­vík.

Mikið verk að vinna

„Það sem við höf­um verið að gera núna er að vinna úr þess­um 140 tjóna­skoðunum sem búið var að fara í,“ seg­ir Hulda spurð hver verk­efni helgar­inn­ar hafa verið. Starfs­menn á veg­um stofn­un­ar­inn­ar hafa unnið alla helg­ina við að meta ástandið í Grinda­vík.

„Það er mikið verk að vinna og ljúka þeirri skýrslu­vinnu í kring­um tjóna­skoðan­irn­ar,“ seg­ir Hulda.

„Síðan höf­um við verið að skipu­leggja 90 tjóna­skoðanir til viðbót­ar sem verður farið í frá mánu­degi til miðviku­dags.“ Þá sé búið að skipu­leggja tjóna­skoðun á öll­um til­kynnt­um tjón­um í Grinda­vík.

„Síðan höf­um við verið að vinna að til­lög­um sem fóru til fjár­málaráðuneyt­is­ins í dag sem byggja á því að farið verði í grein­ing­ar­vinnu á því hvaða lóðir koma til með að verða íbúðahæf­ar í framtíðinni,“ seg­ir Hulda. Þá verði hægt að vita hvort hægt verið að reikna með því að tjóna­bót­um verði varið til end­ur­bóta eða hvort bæt­ur verið greidd­ar út.

Krefj­andi að meta tjón á burðar­virki

Spurð hvort aðstæður í Grinda­vík hafi breyst mikið á síðustu dög­um svar­ar Hulda því neit­andi.

„Það eru um 40 eign­ir sem eru frá því að vera með ekk­ert tjón til minni­hátt­ar tjóns og rest­in, upp í 97 íbúðar­hús, eru tals­vert skemmd­ar upp í það að vera altjón.“ Hulda seg­ir þær fast­eign­ir eiga það all­ar sam­eig­in­legt að vera með skemmd­ir á burðar­virki.

„Það er mjög breiður skali á stöðu þeirra húsa sem hafa verið skoðuð.“

Hún seg­ir fast­eign­irn­ar sem séu með tjón á burðar­virki krefjast mik­ill­ar verk­fræðilegr­ar grein­ing­ar þegar viðgerðaraðferðir eru metn­ar. „Það er ekki ein­falt að kasta út viðgerðartöl­um fyr­ir hús þar sem tjón hef­ur orðið á burðar­virki því það þarf í raun að burðarþols­hanna hús upp á nýtt,“ seg­ir Hulda.

„Það er mikið verk­efni hjá mats­mönn­um við hverja og eina mats­gerð þar sem tjón hef­ur orðið á burðar­virki.“

Loks seg­ir Hulda það hafa gengið vel að vinna með Grind­vík­ing­um.

„Eig­end­ur eru rosa­lega sveigj­an­leg­ir og til­bún­ir að aðlaga sig þeim tím­um sem við erum að óska eft­ir að tjóna­mat fari fram, sem hef­ur hjálpað okk­ur mjög mikið að halda vel á spöðunum í tjóna­mat­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert