Drógu logandi bifreiðina úr innkeyrslunni

Mikill reykur barst frá logandi bílnum og sást víða.
Mikill reykur barst frá logandi bílnum og sást víða. Ljósmynd/Aðsend

Bifreið sem varð alelda í Skerjafirðinum í dag var dreginn logandi úr innkeyrslu einbýlishúss til þess að verja húsið áður en slökkvilið kom á vettvang.

Brunaútkall barst um klukkan 13.30 í dag vegna alelda bifreiðar í Bauganesi í Skerjafirðinum, sem fyrr segir.

Slökkvistarf gekk vel og um klukkustund eftir útkallið var slökkviliðið búið að slökkva eldinn og farið af vettvangi, að sögn Stefáns Más Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Bifreiðin er ónýt en slökkvilið hefur ekki upplýsingar um hvernig kviknaði í henni.

Var einhver inni í bílnum þegar kviknaði í? 

„Ekki svo ég viti en það voru einhverjir sem hjálpuðu við að draga hann frá húsnæði sem að var í einhverri hættu,“ segir Stefán Már.

Mikinn reyk barst frá logandi bílnum og sást víða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert