Samningur þess efnis að tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs starfsfólks sjúkrahúsanna í heilbrigðisumdæmum Vestfjarða og Austurlands var undirritaður í heilbrigðisráðuneytinu í síðustu viku og var í kjölfarið staðfestur af heilbrigðisráðherra.
Samningurinn er afrakstur vinnu starfshópar sem ráðherra skipaði fyrir verkefnið Öflug sjúkrahúsþjónusta í dreifbýli. Verkefnið skilgreindi þá vestfirði og Austurland sem tiltölulega fámenn og dreifbýl svæði sem eru viðkvæm með tilliti til reksturs heilbrigðisþjónustu vegna þess hve langt er í sérhæfðar bjargir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Í samningnum er kveðið á um aukinna samvinnu Landspítala (LSH) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk.) við dreifbýlissjúkrahús á svæðinu takist ekki að manna þau á fullnægjandi hátt.
Þá undirrituðu forstjórar hlutaðeigandi stofnana samningin, það er að segja Runólfur Pálsson forstjóri LSH, Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk., Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Hildur Elísabet Pétursdóttir, settur forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og staðfesti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra samningin.
„Við setjum með þessum samningum skýran fókus á hið mikilvæga hlutverk sjúkrahúsa í dreifðum byggðum. Við formgerum samstarf og samvinnu þeirra og stóru sjúkrahúsanna á sviði mönnunar og vonandi leiðir þetta einnig til þess að fleiri ungir lækna sjá tækifærin og áskoranirnar sem felast í því að starfa á sjúkrahúsum í dreifðum byggðum“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarðar og Heilbrigðisstofnun Austurlands í samstarfi við Landspítala stefna einnig að auknu samstarfi þegar kemur að sérnámi í mismunandi greinum læknisfræðinnar og þá að námið fari að hluta til fram hjá ofangreindum heilbrigðisstofnunum og hjá Landspítala. Þá er einnig leitað eftir því að auka áhuga á læknanema á að starfa í dreifbýli.
Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, leiddi starf hópsins. Aðrir fulltrúar í hópnum voru Helga Harðardóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu, Berglind Harpa Svavarsdóttir, tilnefnd af Samtökum sveitarfélaga á Austfjörðum, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, tilnefnd af Samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum, Óskar Örn Óskarsson, tilnefndur af Félagi sjúkrahúslækna, Lovísa Agnes Jónsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis, Guðjón Hauksson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Austurlands, Gylfi Ólafsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Ragnheiður Halldórsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri.