„Eins og að horfa inn í sláturhús“

Aðalmeðferð hófst í Ólafsfjarðarmálinu í dag.
Aðalmeðferð hófst í Ólafsfjarðarmálinu í dag. Samsett mynd

Ungur maður, sem var á rúntinum sunnudagskvöldið 3. október 2022 á Ólafsfirði og kom að heimilinu þar sem Tómas Waagfjörð lést í kjölfar átaka við Steinþór Einarsson, segir að allt hafi verið úti í blóði þegar hann kom inn á heimilið.

„Þetta var eins og að horfa inn í sláturhús,“ sagði ungi maðurinn spurður af Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara að því hvernig aðkoman hafi verið á heimilinu. 

Ungi maðurinn var á rúntinum með stelpu frá Ólafsfirði og komu þau bæði að heimilinu áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. Gáfu þau skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðulands eystra.

Ekki viss hvor réðst á hvern

Ungi maðurinn og stúlkan höfðu verið að horfa á húsið þegar þau áttuðu sig á því að ekki væri allt með felldu. Ákváðu þau að athuga málið betur og þegar þau gengu inn í íbúðina lá Tómas úti í horni í eldhúsinu og allt var úti í blóði. 

Fór ungi maðurinn strax í það að athuga með ástand Tómasar, þegar hann fann ekki púls segist hann hafa dregið hann niður og hafið hjartahnoð. Steinþór var þá inni í herbergi inni á gangi, þá með bundið utan um stungusár á lærinu sem hann hlaut í áflogunum.

Í skýrslutöku eftir að viðbragðsaðilar komu á staðinn sagði hann við lögreglu að eiginkona Tómasar hefði sagt við sig að Tómas hafi ráðist á Steinþór. Fyrir dómi sagðist hann hins vegar hafa mismælt sig og átt við að hún hefði sagt honum að Steinþór hefði ráðist á Tómas.

„Voru alltaf á barnum“ 

Sagði ungi maðurinn að hann þekkti ekki neinn sem var á heimilinu. Stúlkan sagðist hins vegar kannast við öll þrjú, Tómas og eiginkonu hans, „því þau voru alltaf á barnum“ og að vinkona eiginkonu Tómasar væri fjarskyld henni.

Tók hún á móti lögreglu þegar hana bar að garði og vísaði inn í íbúðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert