Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva eld sem kom upp í bíl í íbúagötu í Skerjafirðinum, við Reykjavíkurflugvöll.
Uppfært klukkan 13.55
Slökkvilið vinnur nú að slökkvistarfi og eru að slökkva síðustu glæðurnar, að sögn varðstjóra slökkviliðs. Mikill og ljós reykur berst nú frá bílnum, en eins og sést á myndum var hann svartur um tíma.