Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Enn er fundað hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia.
Enn er fundað hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Isavia.

Bendir því flest til þess að verði af boðaðri vinnustöðvun flugumferðarstjóra klukkan fjögur í nótt.

Íslensku flugfélögin Icelandair og Play hafa þegar gert ráðstafanir til að bregðast við þeim aðgerðum og fært öll flug fram yfir klukkan tíu, en þá á tímabundnum aðgerðum FÍF að ljúka.

Ekki hefur heyrst hvort einhver árangur hafi orðið af viðræðum dagsins sem hófust klukkan tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert