Fjármagn til meðferðarstofnana ekki aukið

Frá mótmælum Sam­taka aðstand­enda og fíkni­sjúkra á Aust­ur­velli um helgina.
Frá mótmælum Sam­taka aðstand­enda og fíkni­sjúkra á Aust­ur­velli um helgina. mbl.is/Óttar

Ríkisstjórnarflokkarnir felldu allar tillögur Flokks fólksins um aukið fjármagn til meðferðarstofnana eins og sjúkrahússins Vogs sem rekið er af SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krýsuvíkur.  Samt sem áður eru yfir 700 sjúklingar sem bíða á biðlistum eftir meðferð vegna fíknivanda.

Atkvæðagreiðsla um fjárlög fór fram á föstudag á Alþingi.

Gagnrýndi viðbrögð stjórnvalda

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi harðlega viðbrögð stjórnvalda í ræðu sinni á mótmælum aðstandenda fíkla á Austurvelli á laugardag og sagði algjörlega óásættanlegt að neita þessum stofunum um aukið fjármagn.  

Inga sagði í ræðu sinni að þrátt fyrir vonbrigðin muni Flokkur fólksins halda áfram baráttunni.

„En ég veit ekki á hvaða vegferð þessi ríkisstjórn er, en hún er allavega ekki að stýra þjóðarskútunni til heilla fyrir samfélagið í heild,“ sagði Inga í ræðu sinni.

Inga Sæland fór ekki leynt með skoðanir sínar í ræðu …
Inga Sæland fór ekki leynt með skoðanir sínar í ræðu sinni á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Fárveikt fólk sem er að deyja þolir enga bið

Í samtali við mbl.is segir hún enn fremur að fárveikt fólk sem sé að deyja á biðlistum þoli enga bið.

„Mér finnst alveg með ólíkindum hversu áberandi fordómarnir eru gagnvart fíknisjúkdómum. Það getur ekki verið að það sé bara mannvonska hjá stjórnvöldum sem liggur að baki því að vera hér með á áttunda hundrað manns á biðlistum eftir nauðsynlegri læknisþjónustu.

Fólkið okkar er að deyja á þessum biðlistum. Það er meginþemað – það er staðreyndin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert