Fundi í deilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) við Isavia lauk hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf níu í kvöld án nokkurrar niðurstöðu.
Ljóst er því að vinnustöðvun flugumferðarstjóra mun hefjast klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið.
Íslensku flugfélögin Play og Icelandair hafa þegar boðað seinkun á flugferðum sínum á morgun.
Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í deilunni sagði í samtali við mbl.is að ákveðið hafi verið að hittast aftur klukkan þrjú á morgun. Hún sagði að enn mikið bera á milli deiluaðila. Arnar Hjálmsson, formaður FíF tók undir það mat í samtali við mbl.is.
Boðað hefur verið til áframhaldandi aðgerða 14., 18. og 20. desember.