„Hefði getað komið í veg fyrir þetta allt saman“

Snorri Sturluson verjandi Steinþórs og Steinþór Einarsson.
Snorri Sturluson verjandi Steinþórs og Steinþór Einarsson. mbl.is/Sonja

Steinþór Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið valdur að dauða Tómasar Waagfjörð í október á síðasta ári, segir að frænda Tómasar hefði mátt vera ljóst í hvað stefndi kvöldið örlagaríka. 

Frændinn, sem á eftir á eftir að bera vitni fyrir dómi, var með Tómasi þetta kvöld og segir Steinþór að hann hafi orðið vitni að því þegar Tómas brýndi hnífa áður en hann fór að sækja konu sína. 

Aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svokallað hófst í morgun og gaf ákærði, Steinþór, skýrslu áður en haldið var á Ólafsfjörð í vettvangsferð. 

Vettvangsferð var farin á Ólafsfjörð í dag.
Vettvangsferð var farin á Ólafsfjörð í dag. mbl.is/Sonja

Mætti skrifast alfarið á hann

Steinþór var einnig spurður út í meint brot gegn umferðarlögum, en lögregla telur hann hafa verið undir stýri á bifreið í eigu frænda Tómasar er bifreiðinni var ekið í gegnum Múlagöng yfir hámarkshraða. 

Neitaði Steinþór því, hann væri ekki með bílpróf, og sagðist ekki einu sinni vita hvernig bíl frændi Tómasar ætti. 

„[Nafn frænda Tómasar] hefði getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann vissi vel í hvað stefndi, þessi atburður mætti bara skrifast alfarið á hann,“ sagði Steinþór og hækkaði ögn róminn þegar nafn frænda Tómasar var nefnt fyrir dómi í morgun. 

Bætti hann við að frændinn hefði séð í hvernig ástandi Tómas var í og hefði átt að koma ó veg fyrir að hann færi yfir til að sækja konu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert