Mótmæla aftur í húsakynnum Gildis

Frá síðustu mótmælum.
Frá síðustu mótmælum. mbl.is/Eyþór

Boðað hefur verið til mótmæla í húsakynnum lífeyrissjóðsins Gildis klukkan þrjú í dag. 

Þetta staðfestir Hörður Guðbrands­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Grinda­vík­ur, í samtali við mbl.is.

Sjómanna- og vélstjórafélag Grinda­víkur­ og Verkalýðsfélag Grindavíkur standa að baki mótmælunum. Krafist er að Gildi felli niður vexti og verðbætur fyrir Grindvíkinga í þrjá mánuði.

Síðast var mótmælt fyrir tæpum tveimur vikum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Vr, tók þátt að því sinni. Hefur framkoma hans verið gagnrýnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert