Norðmenn fá hið vinsæla Collab

Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, segir fyrirtækið vonast til að …
Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, segir fyrirtækið vonast til að geta sagt frekari fréttir varðandi útflutning á Collab á komandi vikum. mbl.is/Hari

Sala er nú hafin á hinum íslenska kollagendrykk Collab í Noregi. Þetta eru fyrstu formlegu skrefin í útrás Ölgerðarinnar með þennan drykk sem notið hefur fádæma vinsælda hér á landi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa um hríð og eru fleiri markaðssvæði til skoðunar.

Að sögn Gunnars B. Sigurgeirssonar, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, eru það heilsuvöruverslanirnar Kinsarvik Naturkost og Good Life sem ríða á vaðið við sölu á Collab í Noregi en hugmyndir eru uppi um frekari dreifingu á komandi misserum. Viðtökurnar hafa verið góðar, segir Gunnar.

10 milljónir dósa seldar í ár

„Kinsarvik Naturkost er heilsuvörukeðja sem rekur 14 verslanir í Noregi og heldur úti öflugri netverslun. Sala er nú formlega hafin í Noregi hjá Kinsarvik en einnig er hægt að nálgast Collab í gegnum vefsöluaðilann Good Life.

Heilsuvörukeðjan sýndi vörunni áhuga fyrr á árinu og er óhætt að segja að sérkenni hennar hafi vakið þennan áhuga; hágæða kollagen unnið úr fiskroði með sjálfbærni að leiðarljósi er eitthvað sem við finnum að vekur mikinn áhuga erlendis. En einnig eru það hlutir eins og bragðgæðin og eftirtektarverður árangur á heimamarkaði sem gerir Collab eftirsótt í augum heilsuvörusalans,“ segir Gunnar sem bendir jafnframt á að það séu ekki bara Íslendingar sem hafi áhuga á drykknum.

Frekari útrás áformuð

„Collab hefur vakið athygli víða annars staðar og fáum við mikið af fyrirspurnum erlendis frá, bæði frá fólki sem hefur kynnst vörunni á ferðalögum sínum um landið en einnig frá fólki úr drykkjarvöruheiminum,“ segir aðstoðarforstjórinn sem boðar frekari útrás á næstunni.

„Þetta er bara byrjunin en við vonumst til að geta sagt frekari fréttir varðandi útflutning á Collab á komandi vikum.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert