„Þá segja þeir bara nei, nei, nei“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Óttar

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að fella niður íviln­an­ir til raf­bíla á Alþingi í dag.

„Það er dregið úr stuðningi um 6,1 millj­arð þegar fært er úr íviln­un yfir í stuðning í gegn­um Orku­sjóð en þeim sparnaði stungið und­an. Hann er ekki nýtt­ur í aðrar lofts­lagsaðgerðir. Nei, hon­um er stungið bein­ustu leið í vas­ann á rík­is­sjóði. Á sama tíma er fólk úti í Dúbaí að kalla eft­ir aukn­um stuðningi við lofts­lags­mál,” sagði Andrés Ingi.

Andrés Ingi Jónsson.
Andrés Ingi Jóns­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sjö þúsund raf­magns­reiðhjól seld

Hann vakti einnig at­hygli á því að al­menn­ing­ur hefði keypt um sjö þúsund raf­magns­reiðhjól á Íslandi í fyrra og spurði Guðlaug Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í fram­hald­inu að því hvernig það þjónaði lofts­lags­mark­miðum rík­is­ins að fella niður íviln­an­ir til reiðhjóla- og raf­magns­reiðhjóla­eig­enda.

Guðlaug­ur Þór sagði tíma kom­inn til að þeir sem töluðu fyr­ir lofts­lags­mál­um áttuðu sig á því út á hvað þau ganga, þ.e. að taka úr jarðefna­eldsneyti og setja græna orku í staðinn. All­ir í Dúbaí átti sig á því.

„En hér kem­ur hátt­virt­ur þingmaður ásamt hátt­virt­um þing­mönn­um Pírata og Sam­fylk­ing­ar sem alla jafna tala um mik­il­vægi þess að fara í lofts­lagsaðgerðir og þegar koma stór­ar lofts­lagsaðgerðir þá segja þeir bara nei, nei, nei. Við segj­um nei,” svaraði hann.

„Þannig að, virðulegi for­seti, það er búið að gera margt hér í lofts­lags­mál­um. En það er ekki hægt að þakka hátt­virt­um þing­manni og Pír­öt­um fyr­ir það vegna þess að þeir reyndu að koma í veg fyr­ir það.“

 „Erum að senda reikn­ing á börn­in okk­ar“

„Síðan er talað um það, virðulegi for­seti, að ef næst ein­hver sparnaður í rík­is­sjóði þá er verið að stinga und­an,” bætti ráðherr­ann við og sagði ótrú­legt að Andrés Ingi áttaði sig ekki á því að rík­is­sjóður væri rek­inn með halla.

„Hvað þýðir það? Við erum að senda reikn­ing á börn­in okk­ar. Það er ekki bannað að spara í rík­is­rekstri, það er ekki bannað. Það lá alltaf fyr­ir að það sem við erum að gera, hvort sem það er í raf­bíla­væðingu eða raf­hjól eða hvað það er, allt sam­an er þetta tíma­bundið al­veg hreint og klárt,” sagði Guðlaug­ur Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert