Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra kann að hafa áhrif á aðalmeðferð Ólafsfjarðarmálsins svokallaða.
Tímabundin vinnustöðvun er fyrirhuguð í fyrramálið ef samningar nást ekki og mun það hafa áhrif á innanlandsflug sem og utanlandsflug.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við lok fyrsta dags aðalmeðferðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú fyrir skömmu að réttarmeinalæknir, sem á að gefa skýrslu á morgun, hafi átt að koma með flugi frá Reykjavík til Akureyrar í morgun.
Náist samningar ekki þurfi réttarmeinalæknirinn að koma eftir hádegi og því gæti dagskrá aðalmeðferðarinnar raskast.