Hyggjast stækka á Húsafelli

Gamla sundlaugin á Húsafelli hefur verið endurbætt og við hana …
Gamla sundlaugin á Húsafelli hefur verið endurbætt og við hana aukið þannig að nú er þar komin heilsulind sem nýtist hótelgestum hvað best. mbl.is/Brynjólfur Löve

Stefnt er á frekari stækkun Hótels Húsafells á komandi misserum. Þetta upplýsir Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar á Húsafelli, í nýjasta þætti Hringferðarinnar sem efnt er til í tilefni 110 ára afmælis Morgunblaðsins. Viðtalið er aðgengilegt á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Í hönnunarferli

„Við erum nýbúin að fá í gegn skipulag um stækkun á hótelinu og það er í hönnunarferli núna. Við stefnum að því að stækka um að lágmarki 12 herbergi og allt að 20 en það fer aðeins eftir því hvernig okkur tekst að nýta byggingarréttinn sem við fengum í þetta verkefni,“ segir Unnar. Í dag eru herbergi hótelsins 48 og því gæti stækkunin numið allt að rúmlega 40%, gangi áætlanir eftir.

Unnar segir að eftirspurnin eftir gistirými á svæðinu sé mikil og að um leið og hótelið hafði verið stækkað úr 36 herbergjum í 48, ári eftir að það opnaði fyrst dyr sínar, hafi komið í ljós að starfsemin annaði ekki eftirspurn.

Þegar fyrirhuguð uppbygging hefst segir Unnar að stefnt verði að því að leggja drög að enn frekari stækkun og hefja skipulagsvinnu þar að lútandi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka