Beint: Skýrsla um nýtingu vindorku kynnt

Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun reisti við Búrfell.
Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun reisti við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrsla starfshóps um nýtingu vindorku verður kynnt í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu í Borgartúni í dag.

Kynningin, sem hefst klukkan 15.30, verður í beinu streymi hér á mbl.is.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí í fyrra þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru.

Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum.

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Eyþór Árnason

Starfshópinn skipuðu þau Hilmar Gunnlaugsson, formaður hópsins, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka