Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV í kvöld. Verðlaunin voru veitt í 24. sinn.
Íslensk skáldverk
- Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
- Deus eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.
- DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Íslenskar barna- og ungmennabækur
- Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.
- Orri óstöðvandi: Jólin eru að koma eftir Bjarna Fritzson.
- Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
Hildur Knútsdóttir er höfundur Hrím.
mbl.is/Hákon Pálsson
Fræðibækur/handbækur/ævisögur
- Andlit til sýnis eftir Kristínu Loftsdóttur.
- Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring.
- Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy.
Ljóðabækur
- Meðan glerið sefur / Dulstirni eftir Gyrði Elíasson.
- Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur, myndir eftir Hlíf Unu Bárudóttur.
- Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur.
Ljóðabókatvenna Gyrðis Elíassonar þykir best.
mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Þýdd skáldverk
- Minningaskrínið eftir Kathryn Hughes sem Ingunn Snædal þýddi.
- Heaven eftir Mieko Kawakami sem Jón St. Kristjánsson þýddi.
- Paradísarmissir eftir John Milton sem Jón Erlendsson þýddi.
Þýddar barna- og ungmennabækur
- Húsið hans afa eftir Meeritxell Martí og Xavier Salomó sem Elín G. Ragnarsdóttir þýddi.
- Júlían í brúðkaupinu eftir Jessicu Love sem Ragnhildur Guðmundsdóttir þýddi.
- Ofurskrímslið eftir David Walliams sem Guðni Kolbeinsson þýddi.
Besta bókakápan
Snjór í Paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem Ragnar Helgi Ólafsson hannaði.
Kápa Ragnars Helga á smásagnasafniu Snjór í paradís þykir best.