Fara mjög illa í okkur

Ljóst er að flugfélögin Icelandair og Play verða fyrir miklu …
Ljóst er að flugfélögin Icelandair og Play verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalla flugumferðarstjóra. Samsett mynd

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að verk­föll flug­um­ferðar­stjóra geti haft gríðarleg áhrif á afar stutt­um tíma.

Sex klukku­tíma vinnu­stöðvun var hjá flug­um­ferðar­stjór­um í gær þar sem flug þúsunda ferðamanna raskaðist og annað verk­fall skell­ur á klukk­an 4 í nótt og stend­ur til klukk­an 10 í fyrra­málið. Flug­um­ferðar­stjór­ar hafa svo boðað vinnu­stöðvan­ir dag­ana 18. og 20. des­em­ber.

„Þess­ar aðgerðir fara mjög illa í okk­ur. Öll trufl­un á flug­sam­göng­um hef­ur veru­lega rask­andi áhrif á grein­ina og sér­stak­lega á flug­fé­lög­in. Rösk­un­in geng­ur síðan niður keðjuna að ein­hverju leyti. Ef fólk tap­ar degi eða ein­hverju slíku þá hef­ur það veru­leg fjár­hags­leg áhrif, ekki bara á grein­ina held­ur á sam­fé­lagið eins og hef­ur komið fram í ný­legri skýrslu um skatt­spor grein­ar­inn­ar. Þetta eru rúm­lega 400 millj­ón­ir á dag sem grein­in er að skila inn til sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Jó­hann­es Þór við mbl.is.

Jó­hann­es seg­ir að þessi verk­föll séu sér­stak­lega slæm í kjöl­far þess sem átt hef­ur sér stað á Reykja­nes­inu und­an­farn­ar vik­ur sem hef­ur haft veru­leg áhrif á bók­an­ir.

„Ég veit dæmi um afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki sem hafa misst 80-85% miðað við árið í fyrra í nóv­em­ber og des­em­ber og fyr­ir­tæki sem áttu von á því að vera með allt á fullu á Suður­landi um hátíðarn­ar en eru nú að láta starfs­fólk sitt mála eða eitt­hvað slíkt eða þurfa segja því upp. Svona flugrösk­un er því gríðarlega slæmt beint ofan í þetta,“ seg­ir Jó­hann­es Þór.

Gríðarleg­ur kostnaður fyr­ir flug­fé­lög­in

Spurður hvort farið sé að bera á af­bók­un­um vegna aðgerða flug­um­ferðar­stjóra seg­ir Jó­hann­es: 

„Ég er ekki með töl­ur um það en við vit­um að þegar svona ger­ist þá verður alltaf eitt­hvað um af­bók­an­ir og eft­ir því sem þetta verður meira og kannski viðvar­andi ástand í næstu viku ef ekki nást samn­ing­ar þá stefn­ir í veru­legt vanda­mál,“ seg­ir Jó­hann­es.

Hann seg­ir að verk­föll­in skapi gríðarleg­an kostnað fyr­ir Icelanda­ir og Play og hjá þeim verði tjónið lang­mest enda finna viðskipta­vin­ir þeirra fyr­ir þjón­ustu­skerðingu og þau verði ekki bara fyr­ir fjár­hags­legu tjóni held­ur líka tjóni á orðspori.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Finnst ykk­ur að stjórn­völd eigi að grípa inn í deil­una á þess­um tíma­punkti?

„Ég held að það sé ekki tíma­bært að ræða það enn þá en það er al­gjör­lega ljóst að verk­föll á þess­um stað í sam­fé­lag­inu geta haft gríðarleg áhrif á afar stutt­um tíma.“

Hann seg­ist halda í von­ina um að semj­ist á meðan sam­tal deiluaðila er enn í gangi. Fund­ur hef­ur verið boðaður í kjara­deil­unni hjá sátta­semj­ara á morg­un sem þýðir að verk­fall skell­ur á klukk­an 4 í nótt til klukk­an 10 í fyrra­málið.

„Það er al­gjör­lega ljóst að takt­ur­inn í kjara­samn­ingaviðræðum al­mennt í sam­fé­lag­inu hlýt­ur að verða að vera inn­an þeirra marka sem Seðlabank­inn hef­ur bent á. Þar erum við að tala um 2,5-4% launa­hækk­un. Um þetta hafa all­ir verið sam­mála um í aðdrag­anda kjara­samn­ing­anna í haust. Það gera sér all­ir grein fyr­ir mik­il­vægi þess fyr­ir sam­fé­lagið að ná niður verðbólgu og gera skyn­sam­lega samn­inga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert