Lögreglan í Reykjavík handsamaði þjóf við innbrot, að því er fram kemur í dagbók hennar, og var sá hinn sami handtekinn á staðnum. Á öðrum stað var tilkynnt um innbrot og fannst sá sem grunaður var um verknaðinn stuttu síðar með ætlað þýfi úr húsinu.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af farþega í leigubíl sem bílstjórinn átti erfitt með að eiga við.
Eins fékk lögreglan tilkynningu um mann sem var að ónáða starfsmenn ákveðins fyrirtækis. Ræddi lögreglan við viðkomandi og fór hann leiðar sinnar en ósáttur mjög.