Ísland ætli að keyra sig úr loftslagsvandanum

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Hákon

Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, furðar sig á því að um áramót taki í gildi afnám skattafsláttar vegna kaupa á reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum. Ríkisstjórnin ætli greinilega að ná kolefnishlutleysi sínu fyrir árið 2050 með því að treysta á einkabílinn.

„Við skulum hafa eitt á hreinu, það hefur aldrei verið til umhverfisvænn einkabíll og það verður aldrei neitt til sem heitir umhverfisvænn einkabíll,“ sagði Dagbjört. 

Vinni beinlínis gegn loftslagsmarkmiðum

Segir hún orkuskipti í samgöngum vera vel á leið með að vera eitt helsta framlag stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Breyting á eldsneytisgjöfum bílaflotans breyti hins vegar merkilega litlu þar um. 

Dagbjört segir umhverfisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, engin svör hafa þegar hann sé spurður út í þessa „óskiljanlegu forgangsröðun.“ 

„Það sér hver einstaklingur að það að fella niður þennan stuðning eru ekki bara óréttlátt orkuskipti, það vinnur beinlínis gegn loftslagsmarkmiðunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert