Klappið bilað: Farþegum þó hleypt inn

Klappið virkar illa í dag en vagnstjórar eru meðvitaðir um …
Klappið virkar illa í dag en vagnstjórar eru meðvitaðir um bilunina og hleypa farþegum um borð. mbl.is/Sigurður Bogi

Klappið, miðaapp Strætó bs., er bilað og hefur verið að detta inn og út frá því um hádegi. Í tilkynningu frá Strætó segir að bílstjórar séu meðvitaðir um bilunina og að farþegum verði hleypt inn þar til appið verður komið í lag. 

Strætó sendi fyrst tilkynningu frá sér skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Stuttu eftir það var greint frá því að appið væri komið í lag. 

Um hálftíma síðar sendi Strætó frá sér þriðju tilkynninguna. Var hún þess efnis að ekki hefði tekist að gera við appið og að bilanir gerðu enn vart við sig hjá notendum. 

Styr hefur staðið um Klappið frá því það var innleitt, en innleiðing þess gekk illa framan af. Bilanir hafa ítrekað komið upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert