Máta sameiginlega kröfugerð fram á mánudag

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. mbl.is/Árni Sæberg

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Alþýðusambands Íslands, segir gróf drög að sameiginlegri kröfugerð félaga og landssambanda innan ASÍ verða kynnt fyrir stjórnum félaganna.

„Við erum komin það langt að hóparnir eru að fara í baklandið með hugmyndirnar sem eru í loftinu. Við erum svona að máta það.“ 

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ.
Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gefa sér góðan tíma 

Í samtali við mbl.is segir hann félögin gefa sér góðan tíma til að kynna hugmyndirnar fyrir sínu fólki, eða fram á mánudag. 

Kveðst hann ekki getað verið annað en bjartsýnn á að kröfugerðin verði samþykkt, en það séu að sjálfsögðu stjórnir einstakra félaga sem ráði því. 

Aðspurður kveðst Finnbjörn ekki geta farið náið út í heildarstefnu fyrirhugaðrar kröfugerðar fyrr en stjórnirnar hafi samþykkt hana.

Fundað um kröfugerðina í dag.
Fundað um kröfugerðina í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert