Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að lögum verði breytt svo upplýsa megi einstaklinga um að þeir hafi sjúkdómsvaldandi erfðabreytileika hafi hann komið fram í vísindarannsókn.
Fram kemur í þjóðarpúlsi Gallup að nær 85% er jákvæður fyrir því lögunum verði breytt, 4% er neikvæður gagnvart því og 11% segjast hvorki jákvæður né neikvæður gagnvart því.
36% eru að öllu leyti jákvæður, 26% mjög jákvæður, 23% frekar jákvæður, 11% hvorki jákvæður né neikvæður, 3% frekar neikvæður, 1% mjög neikvæður og 1% að öllu leyti neikvæður.
Gallup gerði netkönnun dagana 24. nóvember til 4.desember. Heildarúrtakið var 1.697 manns og var svarhlutfallið 50,9%. Ekki er munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða hvar það stendur í stjórnmálum.
Umfangsmiklar upplýsingar liggja fyrir um erfðamengi Íslendinga og rætt hefur verið um rétt fólks til að verða upplýst um að það hafi sjúkdómsvaldandi erfðabreytileika hafi hann komið fram í vísindarannsókn, sem og rétt þess til að vera ekki upplýst um það.