Myndskeið: Snör handtök björguðu húsinu

Snör hand­tök Guðmund­ar Hjalta­son­ar húsa­smíðameist­ara og ná­granna hans björguðu lík­lega húsi Guðmund­ar þegar kviknaði í bif­reið hans í inn­keyrsl­unni við heim­ili hans í Skerjaf­irðinum á mánudag.

Presturinn og prestssonurinn til bjargar

Guðmund­ur kafaði sjálf­ur inn í reyk­fyllt­an bíl­inn til þess að taka hann úr hand­bremsu. Guðmundur sagði í samtali við mbl.is í gær að ná­grannar sínir, prest­ur­inn Sig­urður og prestsson­urinn, hafi bjargað hús­inu þegar þeir aðstoðuðu hann við að toga bíl­inn af plan­inu og út á götu.

Myndskeið af snarræði Guðmundar og nágranna hans má sjá í spilaranum að ofan.

Myndskeið af snarræði Guðmundar og nágranna hans má sjá í …
Myndskeið af snarræði Guðmundar og nágranna hans má sjá í spilaranum í fréttinni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert