Snör handtök Guðmundar Hjaltasonar húsasmíðameistara og nágranna hans björguðu líklega húsi Guðmundar þegar kviknaði í bifreið hans í innkeyrslunni við heimili hans í Skerjafirðinum á mánudag.
Guðmundur kafaði sjálfur inn í reykfylltan bílinn til þess að taka hann úr handbremsu. Guðmundur sagði í samtali við mbl.is í gær að nágrannar sínir, presturinn Sigurður og prestssonurinn, hafi bjargað húsinu þegar þeir aðstoðuðu hann við að toga bílinn af planinu og út á götu.
Myndskeið af snarræði Guðmundar og nágranna hans má sjá í spilaranum að ofan.