Segja verulega hættu á verðhækkunum til heimila

Stjórn neytendasamtakanna krefst þess að arðsemisþak verði sett á raforku …
Stjórn neytendasamtakanna krefst þess að arðsemisþak verði sett á raforku til heimilanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að þingmenn tryggi fjárframlög til eftirlits á neytendamarkaði og arðsemisþaks á raforku til heimila.

Þetta kemur fram í tveimur ályktunum sem samþykktar voru á fundi stjórnarinnar í gær.

Segir í fyrri ályktuninni að virk samkeppni þarfnist virks eftirlits. Fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins hafi lækkað um tugi prósenta á föstu verðlagi á sama tíma og verkefni þess hafa aukist.

Nýleg dæmi séu um langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot sýni mikilvægi þess styðja við Samkeppniseftirlitið í stað þess að draga úr. 

Krefjast raforku á sanngjörnu verði

Þá ályktar stjórn samtakanna einnig að núverandi áform stjórnvalda og háværar kröfur einstakra markaðsaðila um breytingar á lögum um raforku, feli í sér verulega hættu á verðhækkunum til heimila.

Lög skyldi sveitarfélög til að afhenda heimilum landsins vatn á viðráðanlegu verði og með afar hóflegri arðsemi. Hið sama eigi að gilda um raforku og bendir stjórnin á að ríkið hafi þegar skuldbundið sig til þess, sbr. Evróputilskipun 2009/72/ESB.

Stjórn Neytendasamtakanna krefjist því þess að þingmenn tryggi að þak verði sett á arðsemi raforku til heimila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert