Selenskí var „merkilega brattur“

Katrín og Selenskí á blaðamannafundinum.
Katrín og Selenskí á blaðamannafundinum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að skýrt hafi komið fram á leiðtoga­fundi Norður­land­anna og Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta að Norður­lönd­in séu afar sam­stillt og sam­taka í stuðningi sín­um við Úkraínu.

Slíkt hafi því miður ekki verið uppi á ten­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um, sem Selenskí heim­sótti ný­lega, þar sem fjár­stuðning­ur við Úkraínu sé orðinn hluti af inn­land­spóli­tík­inni og inn­flytj­enda­mál­um. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hafi þó m.a. stutt við bakið á hon­um.

Katrín ásamt leiðtogum Norðurlandanna í Ósló.
Katrín ásamt leiðtog­um Norður­land­anna í Ósló. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Leiðtoga­fund­ur Evr­ópu­sam­bands­ins hefst á morg­un og bend­ir Katrín á flækj­ur þeim meg­in líka eft­ir að for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands krafðist þess að ESB-aðild Úkraínu yrði tek­in af dag­skrá. „Það verður spurn­ing hvað ger­ist á þeim fundi,” seg­ir Katrín sem ræddi við mbl.is að lokn­um blaðamanna­fundi í Ósló. 

Rúss­ar verði dregn­ir til ábyrgðar

Á leiðtoga­fund­in­um í Ósló var rætt um stöðu og horf­ur í hernaðarátök­un­um og um friðaráætl­un Úkraínu. Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu fund­ar­ins heita nor­rænu leiðtog­arn­ir áfram­hald­andi órofa stuðningi við Úkraínu. Þar er einnig lögð áhersla á að Rúss­ar verði dregn­ir til ábyrgðar fyr­ir stríðsglæpi sína í Úkraínu.

„Norður­lönd­in lýsa yfir full­um stuðningi við friðaráætl­un Úkraínu sem bygg­ir á rétt­lát­um og var­an­leg­um friði og munu áfram vinna á alþjóðavett­vangi að fram­gangi áætl­un­ar­inn­ar," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Frá blaðamannafundinum í Ósló.
Frá blaðamanna­fund­in­um í Ósló. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Ró­bert Spanó leiðir verk­efnið

Katrín seg­ir að stuðning­ur Íslands sé ann­ars eðlis en hinna Norður­land­anna því Íslend­ing­ar sendi ekki víg­búnað til Úkraínu held­ur beiti sér frek­ar á póli­tíska sviðinu. Nefn­ir hún tjóna­skrá Evr­ópuráðsins sem var stofnuð í Reykja­vík í vor. Þrátt fyr­ir að for­mennsku Íslands í Evr­ópuráðinu sé lokið muni það fylgja mál­inu eft­ir með Ró­bert Spanó sem ný­kjör­inn formann stjórn­ar verk­efn­is­ins.

Leiðtogarnir sitja við borð í Ósló.
Leiðtog­arn­ir sitja við borð í Ósló. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Að sögn Katrín­ar er jafn­framt í fjár­lög­um Alþing­is fyr­ir árið 2024 lagður til 1,7 millj­arða króna stuðning­ur til Úkraínu. Innifalið í þeirri tölu er 500 millj­óna viðbót­ar­fé sem lagt er til í þriðju umræðu fjár­laga. Einnig mun ut­an­rík­is­ráðherra út­búa lang­tíma­áætl­un um stuðning Íslands við Úkraínu.

Spurð seg­ist hún eiga von á stuðningi á þing­inu vegna þessa. „Mér hef­ur fund­ist mik­il samstaða á Alþingi um þessi mál. Við tók­um hönd­um sam­an þegar við sam­einuðumst um þenn­an fær­an­lega spít­ala [í Úkraínu] sem núna er kom­inn í gagnið,” svar­ar Katrín, sem seg­ir þörf á lang­tíma­áætl­un í tengsl­um við mál­efni Úkraínu líkt og Norðmenn hafa t.d. búið til.

Selenskí og Katrín í Ósló í dag.
Selenskí og Katrín í Ósló í dag. AFP/​Heiko Junge

Hvernig var hljóðið í Selenskí í Ósló?

„Mér finnst hann bara merki­lega bratt­ur miðað við að þetta er búið að standa lengi og það geng­ur ým­is­legt á,” svar­ar Katrín, og á þar m.a. við inn­an­land­spóli­tík­ina í Banda­ríkj­un­um og af­stöðu Ung­verja­lands til Úkraínu.

„Þetta ein­fald­ar ekki stöðuna. Þó að samstaðan sé mik­il þá finn­ur maður að þetta reyn­ir mjög á,” bæt­ir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert