Stjórn RÚV ályktar ekki um þátttöku í Eurovision

Stjórn RÚV tók ályktun um þátttöku Ísraels í Eurovision ekki …
Stjórn RÚV tók ályktun um þátttöku Ísraels í Eurovision ekki til atkvæða mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga um ályktun að sniðganga Eurovision í ár var ekki tekin til atkvæða á stjórnarfundi Ríkisútvarpsins.

Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann greinir frá þessu.

Hann lagði fram tillöguna sem hljóðaði svo: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“

Mörður segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Einungis stjórnarmaðurinn Margrét Tryggvadóttir hafi stutt hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert