Söfnunartónleikar fyrir fjölskyldur úr Grindavík verða haldnir í kvöld klukkan 20 í Bústaðakirkju.
Lög af jólaplötu Mariuh Carey, Merry Christmas frá 1994, verða sungin, þar á meðal smellurinn All I want for Christmas is you.
Fram koma barnakór Grindavíkurkirkju, kór Grindavíkurkirkju, gestasöngvarar úr Óháða kórnum og kór FÍH ásamt hljómsveit.
Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir er einsöngvari kvöldsins og Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju, verður í hlutverki organista og kórstjóra.