Tölfræði LSH úr sambandi

Heimasíða Landspítalans hefur undanfarið birt þær tölur að þar séu …
Heimasíða Landspítalans hefur undanfarið birt þær tölur að þar séu alltaf 2.527 manns í vinnunni, 18 í skurðaðgerð og eitt barn fætt en unnið er að því að tengja tölfræðina á ný eftir að vefurinn var fluttur til nýs hýsils. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glöggir gestir heimasíðu Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa ef til vill veitt því athygli og velt fyrir sér hvernig á standi að tölfræðiupplýsingar á síðunni hafa undanfarið tekið litlum breytingum – raunar engum.

Samkvæmt tölfræðinni hafa 2.527 manns verið við störf allan sólarhringinn dögum saman, 18 skurðaðgerðir verið í framkvæmd á hverjum tíma, alltaf 17 sjúklingar á bráða- og göngudeild í Fossvogi auk þess sem eitt barn hafi fæðst dag hvern.

Svona hefur tölfræðin litið út um allnokkurt skeið. Það stendur …
Svona hefur tölfræðin litið út um allnokkurt skeið. Það stendur til bóta. Skjáskot/Heimasíða LSH

Unnið að því að tengja á ný

„Ástæðan fyrir þessu er að vefurinn okkar var fluttur yfir til Advania í lok nóvember,“ segir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við mbl.is, „við flutninginn rofnaði tenging við kerfi sem heldur utan um þessa tölfræði. Unnið er að því koma þessari tengingu á þannig að tölfræðin sé rétt og endurspegli umfang starfseminnar.“

Má því gera ráð fyrir að þeir sem heimsækja vefsetur stærstu stofnunar landsins á næstunni fái að sjá raunverulegar tölur yfir fjölda starfsfólks í vinnu, aðgerðir, fæðingar og hvaðeina.

Heimasíða LSH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert