Vesturlandsvegur, norðan Akrafjalls, er opinn á ný. Þetta staðfestir fulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við mbl.is
Var veginum lokað á þriðja tímanum í dag, eftir harkalegan árekstur, en þrír voru í bílunum og voru tveir fluttir með sjúkraflugi á bráðamóttöku Landspítalans. Sá þriðji var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi.
Samkvæmt Vegagerðinni var vegurinn opnaður á ný klukkan hálfsjö í kvöld, eftir að rannsókn lögreglu á vettvangi var lokið.