Vilja 25% launahækkun

Frá samningafundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á mánudag.
Frá samningafundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á mánudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flugumferðarstjórar krefjast 25% launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Heildarlaun flugumferðarstjóra á síðasta ári, að mati Hagstofu Íslands, námu 1.584 þúsund krónum að meðaltali á mánuði, þar af voru grunnlaun 915 þúsund, en heildarlaunin námu 1.584 þúsundum á mánuði, þ.e. laun fyrir umsaminn vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu og yfirvinnu, að viðbættum óreglulegum greiðslum.

Von á meðan viðræður eru í gangi

„Það ber enn talsvert á milli, en á meðan viðræður eru í gangi er auðvitað von,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, í samtali við Morgunblaðið spurð um gang kjaraviðræðna við Félag íslenskra flugumferðarstjóra, FÍF.

SA fara með samningsumboðið fyrir hönd Isavia. Samninganefndir hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær, þriðjudag, en síðdegis var fundi slitið og næsti fundur boðaður á morgun.

Talsvert ber á milli

Spurð um kröfur FÍF sagði Sigríður Margrét að sér væri ekki heimilt að upplýsa um þær. Talsvert bæri á milli samningsaðila, en jákvætt væri að aðilar væru að tala saman. Hvað varðar kröfu FÍF um 25% launahækkun vildi Sigríður Margrét ekkert segja.

Arnar vildi fáu svara um kröfur félagsins og ekki staðfesta kröfu um 25% launahækkun.

Hafa gert athugasemdir við boðun verkfallanna

Flugumferðarstjórar hafa boðað aðra vinnustöðvun á morgun, fimmtudag, og tvær til viðbótar í næstu viku, á mánudag og miðvikudag. Samkvæmt heimildum blaðsins bera SA brigður á lögmæti verkfallsboðunarinnar í næstu viku, bæði hvað varðar form og tímasetningar og spurð um það svaraði Sigríður Margrét:

„Við höfum gert athugasemdir við boðun verkfallanna í næstu viku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert