Vilja 25% launahækkun

Frá samningafundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á mánudag.
Frá samningafundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á mánudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flug­um­ferðar­stjór­ar krefjast 25% launa­hækk­un­ar í kjaraviðræðum sín­um við Isa­via. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

Heild­ar­laun flug­um­ferðar­stjóra á síðasta ári, að mati Hag­stofu Íslands, námu 1.584 þúsund krón­um að meðaltali á mánuði, þar af voru grunn­laun 915 þúsund, en heild­ar­laun­in námu 1.584 þúsund­um á mánuði, þ.e. laun fyr­ir um­sam­inn vinnu­tíma í dag­vinnu og vakta­vinnu og yf­ir­vinnu, að viðbætt­um óreglu­leg­um greiðslum.

Von á meðan viðræður eru í gangi

„Það ber enn tals­vert á milli, en á meðan viðræður eru í gangi er auðvitað von,“ seg­ir Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, SA, í sam­tali við Morg­un­blaðið spurð um gang kjaraviðræðna við Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra, FÍF.

SA fara með samn­ings­um­boðið fyr­ir hönd Isa­via. Samn­inga­nefnd­ir hitt­ust á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara um miðjan dag í gær, þriðju­dag, en síðdeg­is var fundi slitið og næsti fund­ur boðaður á morg­un.

Tals­vert ber á milli

Spurð um kröf­ur FÍF sagði Sig­ríður Mar­grét að sér væri ekki heim­ilt að upp­lýsa um þær. Tals­vert bæri á milli samn­ingsaðila, en já­kvætt væri að aðilar væru að tala sam­an. Hvað varðar kröfu FÍF um 25% launa­hækk­un vildi Sig­ríður Mar­grét ekk­ert segja.

Arn­ar vildi fáu svara um kröf­ur fé­lags­ins og ekki staðfesta kröfu um 25% launa­hækk­un.

Hafa gert at­huga­semd­ir við boðun verk­fall­anna

Flug­um­ferðar­stjór­ar hafa boðað aðra vinnu­stöðvun á morg­un, fimmtu­dag, og tvær til viðbót­ar í næstu viku, á mánu­dag og miðviku­dag. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins bera SA brigður á lög­mæti verk­falls­boðun­ar­inn­ar í næstu viku, bæði hvað varðar form og tíma­setn­ing­ar og spurð um það svaraði Sig­ríður Mar­grét:

„Við höf­um gert at­huga­semd­ir við boðun verk­fall­anna í næstu viku.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka