„Bætir aftur í þegar líður á daginn“

„Vindalega var hámarkið kannski styttra en það náði þessum hæðum sem við áttum von á en kannski í styttri tíma.“

Þetta segir Eiríkur Örn Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en gul viðvörun tók gildi í nótt víða um land og gildir þar til sex í fyrramálið.

Nær hámarki seint í kvöld

„Úrkoman var kannski heldur minni og meira rigningakennd. Það er í rauninni aðeins að dúra akkúrat núna en svo bætir aftur í þegar líður á daginn.“

Eiríkur segir að veðrið hafi náð ákveðnu hámarki í nótt en svo hafi dúrað aðeins í morgunsárið og fyrir hádegi en „svo er útlit fyrir að það bæti aftur í,“ segir hann.

Segir Eiríkur að veðrið hafi farið að versna á Reykjanesinu einhvern tímann á milli eitt og tvö í nótt og það hafi verið komið yfir Faxaflóann svona um þrjúleytið. Milli 5 og 6 hafi aðeins farið að lægja og svo eftir 6 hafi verið allhvass vindur, um það bil 10 til 15 metrar á sekúndu víða.

„En það bætir jafnt og þétt í eftir því sem líður á daginn og svo nær veðrið aftur hámarki seint í kvöld.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert