„Greinilega mikill kraftur í sjónum“

Eins og sjá má er veg­ur­inn tölu­vert skemmd­ur eft­ir ágang­inn …
Eins og sjá má er veg­ur­inn tölu­vert skemmd­ur eft­ir ágang­inn í nótt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ekki urðu neinar skemmdir á veitingastaðnum Svörtu fjörunni í Reynis­hverfi nærri Reyn­is­fjöru í stór­streymi í nótt en sjór gekk inn á bílaplanið við veitingastaðinn.

„Það varð ekkert tjón á fasteigninni en það þarf að taka til hendinni á bílaplaninu og hreinsa það. Steinar og göngustígar hafa færst til. Það er ekki aðgengilegt fyrir bíla á bílastæðinu og vegurinn að því er sömuleiðis lokaður. Það var greinilega mikill kraftur í sjónum,“ segir Kristina, starfsmaður Svörtu fjörunnar, við mbl.is.

Kristina segir að veitingastaðurinn sé opinn en fólk þurfi að koma fótgangandi að staðnum. Hún segir að þetta gerist af og til en í nótt hafi verið sérlega mikið stórstreymi.

Það gæti orðið enn meira á morgun svo ekki verður farið í að hreinsa svæðið fyrr en eftir morgundaginn.

Svona voru aðstæðurnar fyrir utan veitingastaðinn Svörtu fjöruna í morgun.
Svona voru aðstæðurnar fyrir utan veitingastaðinn Svörtu fjöruna í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert