Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun sitja fyrir svörum í þriðja þætti af Spursmálum, undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, sem fram fer í beinu streymi hér á mbl.is á morgun, föstudag kl. 14.
Guðlaugur Þór hefur hlotið þó nokkra gagnrýni að undanförnu þar sem mörgum þykir komin upp fremur neyðarleg staða í orkumálum sem ekki sér fyrir endann á haldist staðan óbreytt.
Breytingar á raforkulögum, yfirvofandi orkuskortur í landinu, niðurfelling á ívilnunum á rafbílakaupum eru meðal þeirra stærstu mála sem brunnið hafa á þjóðinni sem býr á hinu orkuríka Íslandi. Þá hefur losunarbókhald Íslands ekki skilað tilætluðum árangri síðustu ár og markmið loftslagsaðgerða þykja oft vera óljós.
Þetta og margt fleira verður til umræðu í þriðja þætti af Spursmálum.
Ekki missa af líflegri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á morgun í beinu streymi kl. 14 hér á mbl.is.