Ökumaður annarrar bifreiðarinnar sem lenti í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi í gær er látinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.
Ökumaðurinn sem lést var einn á ferð en tveir voru í hinni bifreiðinni. Ökumaður og farþegi úr henni voru flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Slysið varð á fjórða tímanum eftir hádegi í gær, norðan Akrafjalls. Var lokað fyrir umferð um Vesturlandsveg vegna slyssins.