Óvíst hvort verkefnið klárist fyrir áramót

Páll Björgvin segir brýnt að ná utan um málið sem …
Páll Björgvin segir brýnt að ná utan um málið sem fyrst. Samsett mynd

Samn­inga­nefnd­ir rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH) hafa fundað stíft að und­an­förnu vegna upp­færslu sam­göngusátta­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Verk­efnið átti að klár­ast í sum­ar en óvíst er hvort því ljúki fyr­ir ára­mót.

„Það er góður andi í þessu. Það er verið að fást við gríðarlega um­fangs­mikið og að mörgu leyti flókið verk­efni. Það er líka mik­il­vægt að vanda vel til verka í svona upp­færslu,” seg­ir Páll Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri SSH, og seg­ir aðspurður að eng­inn beinn ágrein­ing­ur hafi verið uppi um nokk­ur mál.

Hann seg­ir að minn­is­blaði SSH og innviðaráðuneyt­is­ins sé fylgt að lang­mestu leyti við vinn­una.

„Ég held að það sjái all­ir sem aka um höfuðborg­ar­svæðið hvað þörf­in er brýn á að við náum utan um þetta sem fyrst,” bæt­ir Páll Björg­vin við.

Þung umferð á Sæbraut síðdegis í lok ágúst.
Þung um­ferð á Sæ­braut síðdeg­is í lok ág­úst. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Auk­inn kostnaður tölu­verð áskor­un

Samn­inga­nefnd­irn­ar hafa rætt um hvernig skyn­sam­leg­ast er að koma verk­efn­inu fyr­ir, á hve löng­um tíma og hvernig fram­kvæmd­irn­ar tengj­ast sam­an. Einnig er rætt hvernig stilla skal fjár­mögn­un­ina af, að sögn Páls Björg­vins.

Spurður hvort rætt hafi verið um að hætta við ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir seg­ir hann að árið 2019 hafi verið sátt á milli sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins um að fara í ákveðnar fram­kvæmd­ir. Enn sé verið að fylgja eft­ir grund­vall­ar­atriðum sátt­mál­ans þó svo að verið sé að upp­færa fram­kvæmda­áætl­un­ina og fara yfir fjár­mögn­un­ina.

„Við eig­um eft­ir að sjá hver end­an­leg niðurstaða verður,” seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn og nefn­ir að áskor­un­in sé tölu­verð varðandi auk­inn kostnað við sátt­mál­ann frá upp­haf­legri áætl­un.

Borgarlínan er hluti af samgöngusáttmálanum.
Borg­ar­lín­an er hluti af sam­göngusátt­mál­an­um. mbl.is

Þrír þætt­ir í fyr­ir­rúmi

Páll Björg­vin bend­ir á að íbú­um höfuðborg­ar­svæðis­ins hafi fjölgað meira en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og slíkt hafi mik­il áhrif á um­ferðina. All­ir geti séð það, sér­stak­lega á álags­tím­um.

„Mark­miðið sem slíkt er að bjóða upp á þessa fjöl­breyttu val­kosti. Við erum ennþá að tala um að byggja upp stofn­vegi á höfuðborg­ar­svæðinu, sérak­rein­ar fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur og síðan hjóla- og göngu­stíga. Þetta eru þess­ir þrír þætt­ir sem var gengið út frá í upp­hafi,” grein­ir hann frá.

„Ég er frek­ar já­kvæður. Við vinn­um stíft að þessu. Við ætluðum að vera búin að þessu í sum­ar en þetta hef­ur tekið lengri tíma. Það hef­ur ekk­ert skort vilj­ann og það er búið að sitja vel við. Hvort við náum þessu fyr­ir eða eft­ir ára­mót verður að koma í ljós,” held­ur hann áfram. 

Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Stór­ar upp­hæðir”

Regína Ásvalds­dótt­ir, formaður stjórn­ar SSH og bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, seg­ir sam­tök­in þrýsta á að verk­efnið klárist sem allra fyrst.

„Þetta eru stór­ar upp­hæðir og framtíðar­sýn sem skipt­ir okk­ur öll mjög miklu máli en við höf­um góðar vænt­ing­ar til þess­ar­ar vinnu,” seg­ir Regína, spurð út í stöðu mála.

Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Regína Ásvalds­dótt­ir, formaður stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert