Aukinn meirihluti á Alþingi er fyrir sérlögum um virkjanaframkvæmdir til að bregðast við orkuskorti í landinu. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við stjórnarandstöðuþingmennina Bergþór Ólason, Hönnu Katrínu Friðriksson og Jakob Frímann Magnússon.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur ekki þörf á sérstakri lagasetningu til að leysa úr þeirri stöðu sem fyrirhuguð Hvammsvirkjun er komin í. Hann telur að verið sé að koma málinu í réttan farveg samkvæmt þeim leiðum sem fyrir hendi eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar telur að gera þurfi leyfisferlið einfaldara.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.