Tíu bíla árekstur varð rétt í þessu við Hamraborg í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi. Voru þetta tvö slys en seinna slysið kom strax í kjölfar þess fyrsta.
Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Verið er að flytja einn á slysadeild en annars voru áverkar minniháttar.
Uppfært klukkan 20.34:
Miklar umferðartafir hafa myndast vegna umferðarslyssins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Uppfært klukkan 21.53:
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þá ætti umferðin að vera komin í lag.