Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember næstkomandi.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins og þar segir ennfremur að Finnur Þór Vilhjálmsson hafi verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.