Vegfarendur skulu hafa varann á

Gular viðaranir eru í gildi á stórum hluta landsins. Mynd …
Gular viðaranir eru í gildi á stórum hluta landsins. Mynd sýnir gular viðvaranir í gildi í dag klukkan 11:00. Kort/Veðurstofa Íslands

Vegfarendur munu mæta krefjandi aðstæðum fyrir austan fjall, á Norðurlandi og fyrir vestan nú síðdegis, en gular viðvaranir eru í gildi á stórum hluta landsins.

Í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni á Veðurvaktinni segir að hvessa muni með síðdeginu og búast má við éljagangi í 100-200 metra hæð yfir sjávarmáli, ekki síst á Holtavörðuheiði. 

Á morgun má vænta hríðarværi og blint meðal annars á Hellisheiði. 

Veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir ýmislegt vera í gangi í veðrinu um þessar mundir. Nú sé lægð fyrir norðan sem gengur til suðvesturs, en með því fylgir slitið él yfir mest allt land. 

Þá segir hann að kólna muni með deginum og að hitastigið fari undir frostmark.

Vegfarendur skulu því hafa varann á vegna hálkubletta.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert