Á annan tug smáskjálfta hafa mælst norður af Hengli í kvöld.
Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum Veðurstofu Íslands. Reið hann yfir klukkan 23.12.
Vika er liðin frá því að fjöldi smáskjálfta mældist í grennd við Hellisheiðarvirkjun.
Þá eru um þrjár vikur liðnar frá því að stærri hrina reið yfir svæðið.
Fjallað var ítarlega í nóvember um breytingar á jarðhita aðeins sunnar, á háhitasvæðinu í Hveradölum við Hellisheiði.
Greinilegt þykir að háhitasvæðið sé að stækka.