Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra heldur á fund utanríkisráðherra Norðurlanda og Arabaríkja í Ósló í dag.
Þetta staðfestir aðstoðarmaður Bjarna við mbl.is.
Á fundinum munu ráðherrarnir ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs en markmiðið er að vinna að varanlegu vopnahléi milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna og að velta upp mögulegri ásjónu tveggja ríkja lausnar. Norski ríkismiðillinn NRK greinir frá.
Utanríkisráðherrar Katars, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, Tyrklands og palestínsku heimastjórnarinnar munu sitja fundinn með norrænu ráðherrunum. Þá munu þeir einnig funda með utanríkisráðherrum Belgíu, Hollands og Lúxemborgar í Ósló í dag.