Ákærð fyrir manndráp í Bátavogi

Konan hefur verið ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum að …
Konan hefur verið ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum að bana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september á þessu ári. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara í samtali við mbl.is.

DV greindi fyrst frá. 

Konan er sökuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum í Bátavogi að bana á heimili þeirra 21. september. Var hann á sextugsaldri. 

Hefur konan einnig verið úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðahald, en hún hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan í september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka