Alvarlega staða fyrir fólk sem er að ferðast

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er bara á ábyrgð samningsaðila og þeir þurfa að leysa deiluna og vonandi sem fyrst,“ segir Willum Þór við mbl.is um kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia. 

Hann segir að deilan sé ekki komin á þann tímapunkt að ríkistjórnin stígi inn í og setji lög á verkfallið.

„Það er bara mjög áríðandi að þessi deila leysist. Þetta er alvarlega staða fyrir fólk sem er að ferðast og er búið að skipuleggja ferðir sínar langt fram í tímann. Á þessum tíma ársins er fólk að hitta fjölskyldu og vini og er bæði að koma hingað til lands og fara erlendis,“ segir Willum Þór, sem ræddi við blaðamann að loknum ríkisstjórnarfundi. 

Hann segir að aðgerðir sem þessar séu mikið högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu og flugfélögin með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðarbúið.

Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka