Bökunarvörur dýrari og menning er breytt

Guðrún Svala með hveiti og sykur sem þarf í jólabaksturinn.
Guðrún Svala með hveiti og sykur sem þarf í jólabaksturinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Menningin á Íslandi er að breytast,“ segir Guðrún Svala Hjálmarsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar í Mosfellsbæ. „Færri en áður taka hjá okkur hráefni í baksturinn svo sem sykur, egg, hveiti og slíkt. Hins vegar er vinsælt að taka hér tilbúið deig, sem hægt er að skera niður og setja smákökurnar í ofninn. Þannig fæst í hús bökunarilmurinn sem mörgum finnst svo ómissandi.“

Fallegar hallir freistinga

Aðventan er tíminn þegar fólk vill viðhafa myndarskap í eldhúsinu, eins og gjarnan er komist að orði. Á heimilunum sameinast gjarnan fjölskyldurnar og útbúa piparkökuhús; fallegar hallir sem fela í sér freistingar sem flestir falla fyrir.

Víða tíðkast að baka í hundraðavís smákökur af nokkrum sortum – og jafnvel margvíslegt góðgæti annað. En þetta kostar allt sitt. Frá í fyrra hefur sykur hækkað í verði um nærri fjórðung, súkkulaði um 14% og hveiti og önnur slík mjölvara – gjarnan fengin frá Úkraínu – um 3%.

„Ég held að fólk sé nú sjaldnast að velta fyrir sér hvort bökunarvörurnar hafi hækkað mikið í verði frá síðasta ári. Hefðirnar eru sterkar en þær breytast. Forgangsröðun er önnur en var; margir vilja fremur njóta tíma til góðrar samveru en standa í stórbakstri. En að grípa eitthvað smávegis, skera deig og setja í ofn getur verið gæðastund fjölskyldunnar. Þannig er þetta að minnsta kosti á mínu heimili; krökkunum finnst best að bakaðar séu kannski 2-3 tegundir af smákökum,“ segir Guðrún sem hefur starfað hjá Krónunni í árafjöld. Versluninni í Mosfellsbæ hefur hún stýrt síðustu mánuði.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka