Góðgerðaruppboð til styrktar Píeta samtökunum

Uppboðinu lýkur þann 21 desember, kl 18.
Uppboðinu lýkur þann 21 desember, kl 18. Samsett mynd

Málverk, flíkur og bækur er á uppboði til styrktar Píeta samtökunum, þar sem fjöldi listamanna, hönnuða og athafnafólks hafa lagt muni til uppboðs á uppbod.comUppboðið hófst í gær klukkan 17 og lýkur þann 21. desember klukkan 18. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Píeta samtökunum, en þau sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 

Uppbod.com er ný veflausn á vegum Dagga solutions. Síðan gengur út á að veita almenningi einfalda leið til að kaupa og selja muni í gegnum uppboð á netinu.

Oft eru þetta hlutir sem hafa órætt virði, t.d. forngripir, listaverk og aðrir listmunir, en einnig er hægt að vera með uppboð á húsgögnum, tískuvörum, farartækjum, myntsöfnum, frímerkjum, Pókemon spilum og nánast hverju sem fólki dettur í hug.

„Píeta samtökin er ákaflega þakklát og stolt af því að vera hluti af þessu spennandi upphafi hjá uppbod.com,“ er haft á eftir Einari Hrafni Stefánssyni, markaðs- og kynningarstjóra Píeta samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka